Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku. 20- 29
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé.
1. Innflytjandi í Frakklandi hefur innkallað frá neytendum og tekið af markaði leikfangahesta „Toy horses – Champion Beauty´s“ þar sem á vörunni eru sterkir seglar sem geta losnað og valdið hættu séu þeir gleyptir. Vöruheitið er Simba. Sjá nánar tilkynning nr. 0801/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
2. Smásali í Frakklandi hefur tekið af markaði lyklakippu með bangsa þar sem á henni eru smáir hlutir sem geta dottið af og valdið köfnun. Vöruheitið er Bukowski. Sjá nánar 0802/10. Framleiðsluland er Svíþjóð. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
3. Yfirvöld í Þýskalandi hafa innkallað frá neytendum boga- og örvasett þar sem boginn er of kraft mikill og getur valdið meiðslum. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánar tilkynning nr. 0833/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
4. Dreifingaraðili í Frakklandi hefur innkallað frá neytendum tréleikfang þar sem á því eru smáir hlutir sem geta dottið af og valdið köfnun. Vöruheitið er Fou d‘bois. Sjá nánar hér 0851/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
5. Innflytjandi á Bretlandi hefur tekið af markaði glímukalla fígúrur þar þeir innihalda þalöt sem eru hættuleg heilsu barna. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánar hér 0879/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
6. Smásali í Þýskalandi hefur tekið af markaði lyklakippu með tuskudýrir á þar sem á henni eru smáir hlutir sem geta dottið af og valdið köfnun. Vöruheitið er Vanok bvba . Sjá nánar tilkynning nr. 0880/10. Framleiðsluland er Belgía. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
7. Innkallað hefur verið af markaði fjarstýrð þyrla þar sem straumbreytirinn getur ofhitnað. Vöruheitið er Huangfa . Sjá nánar hér 0915/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki lágspennutilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
8. Yfirvöld í Póllandi hafa tekið af markaði Bubba Byggir leikfangatraktor þar sem á honum eru smáir hlutir sem geta valdið köfnun. Vöruheitið er The Best Architect . Sjá nánar 0938/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
9. Innflytjandi í Danmörku hefur hætt sölu á tengivagn sem festur er á hjól fyrir ung börn þar sem fingur og tær barns geta fests í vagninum, einnig eru í vagninum hlutir sem geta losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Mamamemo . Sjá nánar tilkynning nr. 0953/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
10. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á leikfanga veiðistöng og fiskum þar sem á vörunni eru sterkir seglar sem geta brotnað af og valdið köfnun og innri meiðslum. Vöruheitið er Lelukulma. Sjá nánar nr. 0970/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
11. Yfirvöld í Noregi hafa tekið af markaði rafmagnsljós með Bangsímon fígúru þar sem ljósið getur valdið rafstuði. Vöruheitið er Scan Lamps. Sjá nánar tilkynning nr. 0973/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki lágspennutilskipun Evrópusambandsins né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
12. Dreifingaraðili á Bretlandi hefur tekið af markaði vöru sem er matareftirlíking þar sem ef þeim er ruglað við matvæli getur varan valdið köfnun. Vöruheitið er Jel jewels af gerðinni Transomnia. Sjá nánar hér nr. 1025/10. Framleiðsluland er Kína. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun Evrópusambandsins.
13. Tekið hefur verið af markaði og innkallað frá neytendum barnabók þar sem í henni er efnisbútur sem auðveldlega getur losnað og valdið köfnun. Vöruheitið er Baby´s first book og er framleiðandi Usborne. Sjá nánar tilkynning nr. 1069/10. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
14. Dreifingaraðili í Frakklandi hefur hætt sölu á tuskudýri – bleika pardusinum þar sem á því eru sogklukkur sem geta auðveldlega losnað af og valdið köfnun . Leikfangið er af gerðinni Jemini. Sjá nánar tilkynning nr. 1087/10. Framleiðsluland er óþekkt. Varan samræmist ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna.
Á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB má finna heildaryfirlit yfir hættulegar vörur sem tilkynntar hafa verið í Rapex-kerfið.
Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði hér á landi, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.