Neytendastofa sektar vegna tilboða á bókum
Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á rekstraraðila fyrirtækjanna Eymundsson, Krónuna, Nettó, Office 1 og Hagkaup vegna tilboða á bókum. Fyrir jól kynntu Krónan, Nettó, Office 1, Eymundsson og Hagkaup ýmsar bækur á tilboðsverði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækin sönnuðu að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og útsölureglur gera kröfu um. Nettó, Office 1 og Krónan gátu ekki sýnt fram á að bækurnar hafi verið seldar á því verði.
Hagkaup og Eymundsson gátu sýnt fram á að umræddar bækur hafi verið seldar á fyrra verði. Þrátt fyrir það taldi Neytendastofa tilboð Hagkaups og Eymundsson ekki fela í sér raunverulega verðlækkun og að fyrirtækin hafi blekkt neytendur með villandi upplýsingum um verðlækkunina.
Í tilviki Hagkaups kom í ljós að tilgreint fyrra verð var ekki það verð sem bækurnar voru síðast seldar á. Þá voru verðbreytingar hjá Hagkaup og Eymundsson svo örar, bæði fyrir og eftir tilboðin, að Neytendastofa leit svo á að bækurnar hafi ekki myndað verð sem talist gæti fyrra verð og afsláttur reiknast af.
Lesa má ákvarðanir Neytendastofu í heild sinni hér