Fréttatilkynning
Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson og Zohua Bohua iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar.
Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að auka upplýsingaskipti milli aðilanna á sviði neytendaverndar til að stuðla öruggu og heilbrigðu neytendaumhverfi og jafnframt að stuðla að því að efla efnahags- og viðskiptatengsl landanna.
Aðilar munu kappkosta að skiptast á upplýsingum m.a. um ný stefnumið, lög og reglur landanna á sviði neytendaverndar. Skipst verður á upplýsingum um nýjar leiðir og aðferðir við eftirlit á sviði neytendaverndar. Vandamál sem eru efst á baugi og tengjast kvörtunum neytenda innanlands og neytendatengdum deilumálum milli landa er varða neytendur sem hlutaðeigandi lönd hafa viðurkennt eða tekið til meðferðar verða samkvæmt samkomulaginu sérstaklega athuguð í því skyni að tryggja öryggi og réttindi neytenda.
Gert er ráð fyrir að Neytendastofa annist framkvæmd samkomulagsins.
Nánari upplýsingar veitir Atli F. Guðmundsson, skrifstofustjóri, viðskiptaráðuneytinu.
Reykjavík, 8. júní 2007.