Hættuleg sjónvarpstæki.
Innköllun á varasömum sjónvarpstækjum sem seld voru haustið 2003 fer nú fram á vegum Sony.
Rafföng: Sjónvarpstæki.
Vörumerki: Sony.
Tegundir / Gerðir: KV-32HQ100B / KV-32HQ100E / KV-32HQ100K / KV-36HQ100B / KV-36HQ100E / KV-36HQ100K
Þekktir söluaðilar á Íslandi: Sony Center í Kringlunni í Reykjavík. Mögulegt er að þau hafi einnig verið seld af öðrum aðilum.
Hætta: Af tækjunum getur stafað snertihætta (hætta á raflosti).
Hvernig er hægt að þekkja tækin ?: Auk gerðarmerkinganna sem tilgreindar eru að ofan má þekkja tækin á eftirfarandi:
Flat FD Trinitron WEGA 16:9 myndlampi.
Fjarstýring (RM-940)
Festing fyrir minnislykil á vinstri hlið.
Álfestingar á vinstri og hægri hlið.
Sjá nánar á vef Sony í Danmörku og mynd hér að neðan. Vinsamlegast athugið að á myndinni er sjónvarpstækið á standi sem ekki er víst að hafi fylgt með.
Hvað eiga eigendur slíkra sjónvarpstækja að gera ?: Eigendur eiga þegar í stað að hafa samband við Sony í Danmörku í síma 00-45 43 55 72 95 eða með því að senda tölvupóst á netfangið support@sony.dk . Fyrirtækið mun svo sjá um að tækin verði lagfærð. Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi söluaðila á Íslandi.