Fara yfir á efnisvæði

Hekla ehf. innkallar á bifreiðar

07.06.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu varðandi innkallanir á bifreiðum. Um er að ræða eina Volkswagen Up! og sex Skoda Citigo bifreiðar árgerð 2013.  Bifreiðarnar eru innkallaður vegna rangrar forritunar á stjórnbúnaði  fyrir öryggisloftpúða. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að hliðar öryggisloftpúðar virka ekki sem skyldi.  Viðgerð felst í að hugbúnaður í stjórnboxi er uppfærður.

Búið er að lagfæra alla umrædda bíla

 

TIL BAKA