Fara yfir á efnisvæði

Raftækjaverslanir sektaðar fyrir brot gegn útsölureglum

14.02.2012

Neytendastofa hefur sektað þrjár raftækjaverslanir fyrir að brjóta gegn þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.

Verslanirnar Sjónvarpsmiðstöðin, Heimilistæki og Rafha höfðu kynnt vörur á tilboðsverði. Tilboðsverð má einungis auglýsa þegar um raunverulegt tilboð er að ræða og þarf að koma fram hvert sé fyrra verð vörunnar. Varan þarf að hafa verið á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð og þarf það að vera verðið sem varan var seld á áður en varan er kynnt á tilboðsverði. 

Neytendastofa fór fram á að fyrirtækin færðu sönnur á að ákveðnar vörur hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Hvorki Sjónvarpsmiðstöðin né Heimilistæki gátu sýnt fram á að vörurnar hafi verið seldar á fyrra verði áður en til afsláttar kom. Fengu þær því hvor um sig stjórnvaldssekt sem nemur 150.000kr. Rafha var einnig sektað af sömu ástæðu um 100.000 kr.

Ákvarðanirnar eru nr. 4/2012, 5/2012, og 6/2012 og má lesa hér.

TIL BAKA