Fara yfir á efnisvæði

Ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum

07.08.2013

Í júlí var farið í tvær byggingavöruverslanir til að fylgja eftir könnun sem gerð var í júní þar sem athugað voru verðmerkingar og samræmi milli hillu- og kassaverðs á 25 vörum. Þær verslanir sem um ræðir eru Byko á Skemmuvegi og Húsasmiðjan á Skútuvogi.

Í verslun Byko voru vörur vel merktar. Í verslun Húsasmiðjunnar var annað á nálinni þar sem verðmerkingar voru ekki í lagi og ósamræmi á milli hillu og kassaverðs var 20%. Vörur voru ekki á réttum stöðum og vantaði verðmerkingar víða og því má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir skv. IX. kafla laga nr. 57/2005.

TIL BAKA