Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning um mögulega hættu á Brio Go burðarúmum

24.06.2010

Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Rapex kerfi ESB vegna burðarrúms frá  BRIO.  Framleiðendur BRIO vara við að hætta sé á að höldur séu ekki rétt festar á BRIO GO burðarúmum, sem framleiddir voru á árunum 2008 og 2009.

BRIO biður eigendur BRIO GO burðarrúma að kanna skrúfurnar og herða þær skv. leiðbeiningum, sjá nánar hér. Einnig er hægt að leita til söluaðila til að fá aðstoð.

Einungis er vitað um tvo burðarrúm sem seld voru á Íslandi og hefur verslunin Fífan – Húsgagnahöllinni sent eigendum þeirra bréf.

TIL BAKA