Fara yfir á efnisvæði

Verð á vigtarmannanámskeiðum hefur hækkað.

12.03.2010

Verð á vigtarmannanámskeiðum og gjald fyrir bráðabirgðalöggildingu hefur hækkað. Löggildingargjald sem ákvarðað er í lögum um aukatekjur ríkissjóðs hækkaði um síðustu áramót. Löggildingargjald fyrir almennt námskeið hækkaði í 8.300 kr. og löggildingargjald fyrir endurmenntunarnámskeið hækkaði í 1.650 kr. Þessi hækkun á löggildingargjaldi veldur einnig því að verð fyrir bráðabirgðalöggildinu hækkar í 8.300 kr. Að auki hækkað námskeiðsgjald fyrir almennt námskeið í 35.700 kr. núna í mars og verður því námskeiðsgjaldið með löggildingargjaldi 44.000 kr. Engin hækkun var á endurmenntunarnámskeiðinu fyrir utan hækkun á löggildingargjaldi og verður námskeiðsgjaldið með löggildingargjaldi 14.150 kr.

Sjá nánar auglýsingu nr.200/2010

TIL BAKA