Kvarðanir
08.08.2012
Stöðug aukning er í starfseminni hjá kvörðunarþjónustunni og fjölgaði útgefnum vottorðum um 20% á árinu 2011 miðað við 2010. Á síðast liðnum tíu árum hefur orðið tvöföldun í fjölda tækja sem eru tekin til kvörðunar án þess að stöðugildum hafi fjölgað. Það er að þakka aukinni sérhæfingu og þjálfun starfsmanna kvörðunarþjónustu Neytendastofu.
Á árinu 2011 voru kvörðuð 790 tæki og gefin út 309 vottorð miðað við 667 tæki og 257 vottorð árið 2010. Vottorð með UKAS faggildingu eru um 46% af heildarfjölda útgefinna vottorða.