Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 20-24.
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættuleg leikföng þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
1. Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað að leikfangabyssa með pílum sé tekin af markaði vegna þess að notkun hennar getur orsakað köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Shot gun. Sjá upplýsingar og mynd í tilkynningu nr. 0681/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
2. Söluaðilar í Póllandi hafa tekið af markaði plasthringlu vegna köfnunarhættu hjá börnum þar sem litlir hlutir geta losnað frá hringlunni. Vöruheitið er Tesco. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr 0682/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
3. Smásalar í Bretlandi hafa innkallað leikfangalögreglusett vegna hættu á köfnun. Aðskotahlutir tengdir við leikfangið geta auðveldlega losnað frá því og barnið því mögulega kafnað við að gleypa slíka hluti. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sbr. tilkynning nr.0683/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
4. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa komið í veg fyrir innflutning á baðleikföng (vatnahesti og krabba) vegna köfnunarhættu hjá börnum þar sem leikfangið er smátt í stærð og lögun. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0696/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
5. Söluaðili í Frakklandi hefur stöðvað sölu á mjúkum leikfangabangsa í tréhulstri og yfirvöld lagt hald á birgðir vegna þeirrar hættu á að börn geta skorið sig á honum við notkun vegna skarpra brúna þar sem lamirnar á tréhulstrinu eru lengri en lokið á þeim og köfnunarhættu vegna lítils hlutar sem gæti losnað frá leikfanginu. Vöruheitið er HH. Sjá upplýsingar og mynd í tilkynning nr. 0706/09. Framleiðsluland er Kína.
6. Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað að leikfangasími sé tekinn af markaði vegna hættu á heyrnarskemmdum hjá börnum þar sem db styrkur frá símanum mælist 119,7db en leyfilegur styrkur er 80 db. Vöruheitið er Benign girl. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0713/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
7. Stjórnvöld í Litháen hafa tekið af markaði leikfangafisk úr plasti vegna köfnunarhættu hjá börnum þar sem hann getur stækkað um helming ef hann kemst í snertingu við vatn. Vöruheitið er VISION. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0724/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
8. Stjórnvöld í Litháen hafa sett sölubann, tekið af markaði og innkallað frá neytendum fiska úr plastefni vegna köfnunarhættu hjá börnum ef það gleypir hlutinn. Hættan af leikfanginu stafar af því að fiskurinn getur þanist út og stækkað um helming er hann blandast við munnvatn. Vöruheitið er VISION. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0729/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
9. Innflytjandi í Póllandi hefur tekið leikfangahárþurrkusetts af markaði vegna þess að raunverulegt gler er notað í speglana á snyrtivörusettinu og það getur orsakað að börn geta skorið sig á speglinum. Vöruheitið er Pretty-Fashion series. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0734/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
10. Stjórnvöld í Litháen hafa sett sölubann á leikfang úr plasti sem eru eins og ávextir í laginu, tekið það markaði og innkallað frá netendum vegna köfnunarhættu. Leikfangið getur þanist út og stækkað um meira en 50% þegar það blandast við munnvatn. Vöruheitið er VISION. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0735/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
11. Innflytjandi í Póllandi hefur tekið af markaði plast veiðistöng og plast fiska vegna hættu á að börn geti skorið sig á skörpum brúnum leikfangsins. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0740/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
12. Innflutningsaðili í Póllandi hefur tekið af markaði flóðhest úr plasti vegna köfnunarhættu hjá börnum, litlir hlutir sem leikfangið er samansett úr geta losnað frá því og barnið gleypt þá. Vöruheitið er Happy Star. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 0742/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
13. Innflutningsaðili í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangasíma vegna hættu á heyrnarskemmdum hjá börnum þar sem hljóðstyrkur frá símanum mælist 98 db en leyfilegur styrkur er hins vegar 80 db. Vöruheitið er Kris. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr. 0745/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
14. Innflutningaaðili í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangasett, byssu og örvar vegna köfnunarhættu. Vöruheitin eru Midex og Car Super. Nánari upplýsingar og myndir má finna í tilkynningum 749/09, og 751/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
15. Innflutningsaðili í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangasett, byssu með litlum kúlum, vegna slysahættu. Skotkrafturinn úr leikfangabyssunni fer yfir leyfileg mörk. Vöruheitið er Starlet. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0750/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
16. Stjórnvöld í Austurríki hafa fyrirskipað að leikfangafarsímar verði teknir af markaði vegna hættu á heyrnarskaða þar sem hljóðstyrkur frá símanum fer yfir leyfileg mörkum og köfnunarhættu vegna þess að hlutir sem festir eru við símann geta auðveldlega losnað frá honum og við það skapast hætta ef barn myndi í kjölfarið gleypa þá. Vöruheitið er óþekkt. Sjá nánari upplýsingar og mynd í tilkynning nr. 0756/09. Framleiðsluland er Kína.
17. Innflutningsaðili vöru á Ítalíu hefur tekið af markaði leikfangahringlu og innkallað vöruna frá neytendum vegna köfnunarhættu þar sem litlir fylgihlutir geta losnað frá henni. Ef barn kemst í snertingu við hana þá gæti það í kjölfarið gleypt þá. Vöruheitið er Chicco. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0760/09. Framleiðsluland er Kína.
18. Tollyfirvöld í Finnlandi hafa stöðvað innflutning á leikfangabyssu vegna hættu á heyrnarskaða þar sem hljóðstyrkurinn sem kemur frá byssunni fer yfir leyfileg styrkleikamörk viðurkenndra staðla. Vöruheitið er Die-cast metal. Sjá upplýsingar og mynd í tilkynningu nr. 0766/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
19. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið af markaði vegna köfnunarhættu leikfang sem er í senn samsett af plastöndum og veiðarfæri, þar sem aðskotahlutir sem festir eru að leikfangið geta auðveldlega losnað. Slíkt gæti valdið köfnunarhættu hjá börnum ef þau myndu gleypa þau. Vöruheitið er Ernstings Family. Nánari upplýsingar og mynd í tilkynningu nr 0789/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
20. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markaði á hringlukeðju vegna kyrkingarhættu þar sem að band sem tengist henni getur þanist út í meira en 40% af lengd þess. Vöruheitið er Xin da mei. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0794/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
21. Innflytjandi í Frakklandi hefur tekið af markaði leikfangavöggu og innkallað frá neytendum vegna köfnunarhættu þar sem litlir hlutir tengdir leikfangavöggunni geta losnað frá henni. Vöruheitið er Petitcollin. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0805/09. Framleiðsluland er Pólland.
22. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markaði ljónabúning og innflytjandi hefur innkallað vöruna vegna kyrkingarhættu út af hálsböndunum á búningnum. Vöruheitið er PROFISA. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0822/09. Framleiðsluland er Kína.
23. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markað á Mjallhvítarbúning með hálsböndum vegna mögulegrar kyrkingarhættu sem notkun hálsbandanna getur orsakað hjá börnum. Vöruheitið er Boys Toys. Sjá upplýsingar og mynd í tilkynningu nr. 0831/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
24. Tollayfirvöld í Finnlandi hafa stöðvað innflutning á sápukúlusetti vegna þess að vökvinn í sápukúlusettinu inniheldur umtalsvert magn örvera. Varan stenst ekki leikfangatilskipun Evrópusambandsins. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr 0833/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
25. Framleiðandi í Þýskalandi hefur innkallað af markaði myndabók af kólibrífugli vegna þess að litlir hlutir geta auðveldlega losnað frá henni og afleiðing þess orsakað að barn myndi gleypa þá í kjölfarið. Slíkar aðstæður gætu orsakað köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er arsEdition. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0844/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.
26. Innflytjandi í Póllandi hefur tekið af markaði leikfangabyssu vegna köfnunarhættu hjá börnum þar sem litlir hlutir tengdir henni gætu mögulega losnað . Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0845/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.