Á kayak umhverfis Ísland
05.08.2009
Á frídegi verslunarmanna lauk Gísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu, róðri í kringum Ísland á sjókayak, fyrstur Íslendinga. Gísli lagði upp frá Geldinganesi þann 1. júní síðastliðinn og 46 róðrardögum og liðlega 2000 kílómetrum síðar lenti hann aftur í fjörunni við Geldinganes. Róðrinum voru gerð góð skil á heimasíðu Kayakklúbbsins (http://www.kayakklubburinn.is/).
Starfsmenn Neytendastofu óska Gísla innilega til hamingju með þetta afrek.