Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar BUSA barnatjald vegna hættu á meiðslum

06.10.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á BUSA barnatjaldið. Þeir sem eiga BUSA barnatjald eiga að taka það strax úr umferð þar sem stálvírarnir sem halda tjaldinu uppi geta brotnað. Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.

IKEA hefur vitneskju um þrjú tilvik erlendis þar sem vír hefur brotnað og stungist út úr tjaldinu. Minniháttar slys varð í einu tilvikanna.

BUSA barnatjaldið hefur verið í sölu hjá verslun fyrirtækisins síðan 1. ágúst 2011.

Samkvæmt tilkynningu frá IKEA eru viðskiptavinir sem eiga BUSA barnatjald vinsamlegast beðnir um að taka það strax úr umferð og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.IKEA.is eða í síma 520 2500.

 

TIL BAKA