Fara yfir á efnisvæði

Flestar líkamsræktarstöðvar gerðu átak í verðmerkingum

07.04.2011

Þann 28. febrúar sl. kannaði starfsmaður Neytendastofu hvort þær líkamsræktarstöðvar sem fengu áminningu um að laga verðmerkingar í janúar sl. hefðu farið eftir þeim ábendingum. Farið var á 11 líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og skoðað hvort verðskrá yfir þjónustu væri sýnileg og hvort söluvörur og veitingar voru verðmerktar skýrt og greinilega.

Nordica Spa, var eina stöðin sem var ekki með neina verðskrá yfir þjónustu sýnilega  en hjá Baðhúsinu var verðskrá yfir líkamsrækt til staðar en það vantaði  sýnilegt verð yfir spa þjónustu sem er þar í boði.

Verðmerkingar á veitingum voru mun betri en í fyrri ferð, allar stöðvar nema Baðhúsið voru með þetta í lagi, en þar vantaði verðmerkingar í drykkjarkæli. Verðmerkingar á öðrum söluvörum voru einnig komnar í lag hjá öllum stöðvum nema einni,  Heilsuakademíunni en þar vantaði upp á verðmerkingar í hillu.

Það er ánægjulegt að sjá hve vel var brugðist við tilmælum Neytendastofu á flestum stöðum. Hægt er að koma með ábendingar um verðmerkingar og annað er varðar rétt neytenda á www.neytendastofa.is

TIL BAKA