Neytendastofa hefur sektað Nóatún ehf. um kr. 500.000 vegna auglýsinga þar sem fram kemur fullyrðingin bestir í fiski
21.02.2006
Nóatún hefur ítrekað birt auglýsingar þar sem fram kemur fullyrðingin „bestir í fiski" án þess að hafa getað sýnt fram á að fullyrðingin standist. Þetta gerir Nóatún þrátt fyrir að hafa tekið fram í bréfi til Neytendastofu að auglýsingarnar birtist ekki fyrr en lögð hefðu verið fram gögn fullyrðingunni til sönnunar. Neytendastofa taldi því nauðsynlegt að beita viðurlögum laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins í málinu.
Sjá nánar ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2006.