Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

12.04.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á Yaris framleidd á tímabilinu 2001-2003, Corolla framleidd á tímabilinu 2000-2002, Avensis framleidd á tímabilinu 2002-2003 og Lexus SC430 framleidd á tímabilinu 2000-2003. Um er að ræða 1128 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúða við farþegasæti hjá ökumanni sem felst í því að röng hleðsla í afhleypibúnaði getur rifið gat á afhleypibúnaðinn og valdið því að púðinn blæst ekki rétt út.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar

TIL BAKA