Dagskrá fræðslufundar um forpökkun
Á vegum Neytendastofu fer fram fræðslufundur um forpökkun og magntilgreiningu á vörum fimmtudaginn 15. september n.k. í Reykjavík.
Fjórir fyrirlesarar flytja erindi þar af tveir erlendir fyrirlesarar sem kynna evrópskar reglur sem gilda um meðaltalsvigtun vöru í forpakkaðar umbúðir og notkun e-merkisins sem tryggir gagnkvæma viðurkenningu á magninnihaldi vöru í viðskiptum innan EES svæðisins.
Hér má finna dagskrá fundarins
Fundurinn er ætlaður aðilum í atvinnulífi s.s. iðnfyrirtækjum, verslunum, fulltrúum stjórnvalda og annarra sem vilja kynna sér gildandi reglur um magntilgreiningu á vörum. Erindi verða bæði á íslensku og ensku. Gert er ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum.
Ekkert þátttökugjald en tilkynna skal þátttöku með pósti til postur@neytendastofa.is.