Útvarpsauglýsingar bannaðar.
Neytendastofa hefur bannað þrjár auglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmyndina Algjör Sveppi og Töfraskápurinn sem Hreyfimyndasmiðjan framleiðir. Neytendastofa taldi auglýsingarnar brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Stofnuninni bárust athugasemdir frá neytendum vegna auglýsinganna þar sem þær kynnu að brjóta gegn banni er varðar börn og auglýsingar með því að hvetja börn beint til að kaupa auglýstar vörur
Neytendastofa taldi ljóst að auglýsingarnar þrjár fælu í sér beina hvatningu til barna til þess að kaupa aðgang að kvikmyndinni. Hreyfimyndasmiðjunni ehf. sem er framleiðandi bæði kvikmyndarinnar og auglýsinganna var því bönnuð birting þeirra.
Ákvörðun nr. 58/2011 má lesa í heild sinni hér.