Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir ákvörðun Neytendastofu úr gildi
24.10.2006
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 3/2006 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006. Neytendastofa hafði lagt fyrir Nýherja hf. að láta afskrá lénið fartolva.is þar sem skráning og notkun lénsins bryti gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Áfrýjunarnefnd telur að lénið hafi ekki fólgið í sér nægileg sérkenni til að Opin kerfi ehf., eigandi lénisins fartolvur.is, njóti verndar gegn því að Nýherji noti lénið fartolva.is til kynningar á hliðstæðri starfsemi.
Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 3/2006