Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2009
09.03.2009
Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu frá 30. janúar 2009.
Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 30. janúar 2009, var Og fjarskiptum bönnuð notkun orðsins fríkeypis fyrir þjónustu sem greiða þarf fyrir. Var Og fjarskiptum gefinn frestur í eina viku til að fara að ákvörðuninni.
Þar sem Og fjarskipti höfðu ekki farið að ákvörðun Neytendastofu, m.a. með því að hafa ekki fjarlægt orðið af vefsíðu sinni, lagði Neytendastofa á Og fjarskipti dagsektir að fjárhæð kr. 50.000- á dag að einni viku liðinni þar til farið yrði að ákvörðun stofnunarinnar.