Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit með matvælaframleiðendum

03.02.2011

Fréttamynd

Í desember mánuði 2010 voru nokkrir matvælaframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu, m.a. framleiðendur á fisk- og kjötafurðum,  heimsóttir af Neytendastofu  til að athuga hvort vogir, sem notaðar eru til að ákvarða verð, væru með löggildingu.

Farið var í 18 fyrirtækja. Niðurstaðan var ekki sérstaklega góð en af þessum 18 höfðu aðeins 9 fyrirtæki vogir sem voru með löggildingu eða 50%. Hinum níu voru send tilmæli um að löggilda þær vogir sem ber að löggilda. Flestir brugðu skjótt við og eru nú búnir að láta löggilda vogirnar en hinir, sem ekki hafa brugðist við, mega búast við viðurlögum.

Skylt er að nota löggiltar vogir þegar verð er ákvarðað á grundvelli þyngdar.

TIL BAKA