Fara yfir á efnisvæði

Átak í jólaljósaseríum

23.11.2011

Fréttamynd

Jólin eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og lengur en aðra daga ársins. Neytendastofa mun á næstu dögum og vikum í samstarfi við Aðalskoðun hf. fara í árlegt markaðseftirlitsátak á  jólaljósaseríum. En röng notkun eða óvandaðar jólaljósaseríur geta valdið bruna og slysum. Skoðaðar verða bæði jólaljósaseríur sem ætlaðar eru til innanhús- og utanhússnotkunar. Það verður að verður að koma skýrt fram ef að ljósaserían er aðeins ætluð til innanhússnotkunar, það getur verið lífshættulegt að nota slíka sería utandyra.

Jólaljósaseríur sem aðeins eru ætlaðar til innanhússnotkunar eiga að vera með viðvörun á íslensku. Ef ljósaserían kemur í umbúðum sem ætlaðar eru til að geyma hana í milli þess sem hún er notuð, á viðvörunin vera á umbúðunum, sem dæmi:

Aðeins ætlað til innanhúsnotkunar.

En jólaljósaseríum fylgja einnig almennar leiðbeiningar sem eiga að vera á íslensku eða öðru Norðurlandamáli, þó ekki finnsku, eða ensku.

Neytendastofa hefur að jafnaði sett 6 til 12 sölubönn á jólaljósaseríum árlega ásamt því að beina hátt í 20 tilmælum til fyrirtækja um að gera úrbætur um merkingar á jólaseríum.
Neytendastofa hvetur innflytjendur og seljendur ljósakeðja til að kynna sér merkingar og leiðbeiningar ljósakeðja og hvetur jafnframt þessa aðila til að gera úrbætur ef þess er þörf svo ekki þurfi að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Loks er rétt að benda á að jólaljósaseríur eiga eins og önnur rafföng að vera CE-merktar.

Unnt er að koma ábendingum á framfæri á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is

Nánari leiðbeiningar í meðfylgjandi bæklingi um jólaljós og rafmagnsöryggi.

 

TIL BAKA