Tilkynning frá Vörðunni barnavöruverslun
Af öryggisástæðum vill Neytendastofa vekja athygli á tilkynningu frá versluninni Vörðunni. Kemur þar fram að verslunin biður þá sem eru með vagna frá Emmaljunga að passa upp á að fara yfir allar skrúfur og rær og herða uppá þeim. Á skermum vagna sem framleiddir eru fyrir sumarið 2010 eru tappar límdir yfir rærnar á skermafestingunum, það þarf að taka tappana af til að herða rærnar. Komið hefur upp atvik þar sem límingin á tappanum hefur gefið sig og losnað af með rónni í og lent inn í vagninum. Getur það skapað köfnunarhættu hjá ungabörnum ef þau ná í hana. Ef að eigendur vagna kjósa að breyta festingum á skerminum þannig að hnoð séu sett í staðinn fyrir skrúfur og rær þá er hægt að fara í verslun Vörðunnar og fá varahlutinn sér að kostnaðarlausu.