Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg safapressa

22.06.2002

Ákveðið hefur verið að innkalla safavél af gerðinni Melissa sem seld hefur verið í ELKO frá því í vor.

Vörunúmer vélarinnar er JEC-500 og er hún hvít að lit með bláu loki.

Ástæða innköllunarinnar er sú að notkun vélarinnar hefur valdið slysum þegar ákveðnar tegundir grænmetis eru settar í hana.

Kaupendur ofangreindra véla eru beðnir um að hafa samband við upplýsingaborð ELKO í síma 544 4000 sem veitir nánari upplýsingar um innköllun vélarinnar.

Þessi fréttatilkynning birtist í Mbl. 15.06.2002.

TIL BAKA