Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar bifreiðar

05.02.2010

Neytendastofu hefur borist tilkynning  frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins 5011 bifreiðar sem væntanlega eru í umferð hér á landi. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2005-2010, sjá lista hér að neðan. Sú hætta kann að skapast við ákveðnar kringumstæður að bensíngjöf festist í inngjafarstöðu. Fyrirtækið í samstarfi við Umferðarstofu leitar nú að skráðum eigendum hlutaðeigandi bifreiða og mun tilkynna þeim bréflega að færa bifreiðarnar til viðgerðar þeim að kostnaðarlausu hjá þjónustuaðila. Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000. Neytendastofa hvetur alla hlutaðeigandi aðila til að bregðast við innköllun fyrirtækisins.
Þær tegundir sem um ræðir eru: AYGO / iQ / Yaris / Auris / Corolla / Verso / Avensis / RAV4

Gerð/árgerð:
AYGO (feb 2005 – ág 2009)
iQ (Nov 2008 – Nov 2009)
Yaris (Nov 2005 – Sep 2009)
Auris (Oct 2006 – 5 Jan 2010)
Corolla (Oct 2006 – Dec 2009)
Verso (Feb 2009 – 5 Jan 2010)
Avensis (Nov 2008 – Dec 2009)
RAV4 (Nov 2005 – Nov 2009).

TIL BAKA