Lénið partasalar.is
Aðalpartasalan sem rekur vefsíðuna partasolur.is kvartaði yfir skráningu og notkun Kristjáns Trausta Sveinbjörnssonar á léninu partasalar.is. Í kvörtuninni kemur fram að Aðalpartasalan telji að skráning og notkun Kristjáns á léninu sé ólögmæt. Um mjög líkt lénsheiti Aðalpartasölunnar sé að ræða og megintilgangur beggja lénanna sé sá sami, það er að neytendur geti leitað að varahlutum í bifreiðar og önnur ökutæki á fljótlegan og einfaldan hátt.
Orðið partasölur er að mati Neytendastofu almennt og lýsandi fyrir þá starfsemi að selja notaða hluti úr bílum og partasalar er heiti á þeim aðilum sem selja notaða varahluti í bíla. Að mati Neytendastofu eru bæði orðin almenn og lýsandi fyrir þjónustu beggja aðila. Hvorugt heitið hefur að geyma sérkenni. Aðalpartasalan getur því ekki notið einkaréttar á orðinu partasala í eintölu eða fleirtölu eða annars konar útfærslu á orðinu. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.