Ákvarðanir Neytendastofu felldar úr gildi
22.06.2012
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum í málum nr. 2/2012 og 3/2012 fellt úr gildi ákvarðanir Neytendastofu nr. 10/2012 og 11/2012. Neytendastofa taldi í ákvörðunum að sekta bæri Hagkaup og Pennann þar sem ekki var gætt að reglum um tilboð og útsölur við sölu bóka. Áfrýjunarnefndin taldi ákvarðanirnar haldnar annmarka og því bæri að fella þær úr gildi.
Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 2/2012 og nr. 3/2012.