Fara yfir á efnisvæði

Arctic Sport ehf. innkallar Arctic Cat snjósleða

24.06.2011

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Arctic Sport ehf. um að innkallaðir hafa verið snjósleðar af gerðinni Artic Cat M8 og Crossfire af 2010 árgerð. Ástæða innköllunarinnar er sú að í neðri spyrnum (örmum) sleðans geta komið sprungur eða þeir brotnað sem getur valdið því að sleðinn verði stjórnlaus.

Samkvæmt tilkynningunni hefur Arctic Sport þegar innkallað og lagfært alla sleða sem fyrirtækið hefur selt en biður þá sem hafa flutt inn sleða frá Arctic Cat af þessum gerðum þ.e. M8 og Crossfire, árgerð 2010 að hafa samband hið fyrsta við Arctic Sport.

TIL BAKA