Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2007

18.06.2007

Neytendastofa hefur bannað Óvissu ehf. (áður Óv-ferðir ehf.) að nota nöfnin Óvissuferðir og Óvissuferðir.is sem sérheiti í kjölfar kvörtunar Óvissuferða ehf. Neytendastofa telur að með notkun nafnanna hafi Óvissa ehf. brotið gegn ákvæðum 12. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Óvissuferðir ehf. kvörtuðu einnig yfir lénsheitinu ovissuferdir.is en Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að banna Óvissu ehf. notkun þess. Sjá nánar ákvörðun nr. 13/2007

 

TIL BAKA