Óviðunandi verðmerkingar í stórverslunum
Um mánaðamótin maí/júní könnuðu fulltrúar Neytendastofu verðmerkingar í 30 stórum sérverslunum á höfuðborgarsvæðinu og báru jafnframt saman verð í hillu og á kassa. Í kjölfarið var athugasemdum varðandi verðmerkingar komið á framfæri þar sem við átti. Í byrjun júlí fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun í 15 verslunum þar sem verðmerkingum hafði verið verulega ábótavant í fyrri ferð.
Einungis 6 af þeim 15 stórverslunum sem voru heimsóttar voru búnar að laga verðmerkingar. Það voru BYKO í Kauptúni, Europris á Fiskislóð og Korputorgi, Húsasmiðjan Vínlandsleið, The Pier við Smáratorg og Toys r‘ us á Korputorgi.
Hinar níu verslanirnar höfðu ekki tekið tilmæli starfsmanna Neytendastofu til sín og voru verðmerkingar í þeim í mörgum tilvikum langt frá því að vera í lagi. Flestar athugasemdir voru gerðar í Húsasmiðjunni við Helluhraun, reyndust 32% þeirra vara sem voru kannaðar ekki rétt verðmerktar.
Fimm aðrar verslanir voru með athugasemdir við yfir 20% af þeim vörum sem skoðaðar voru, Elko í Skeifunni, Rúmfatalagerinn við Smáratorg, Rúmafaralagerinn í Skeifunni, Múrbúðin Kletthálsi og Húsasmiðjan í Skútuvogi.
Ljóst er að starfsmenn allra þessara verslana þurfa að gera átak í verðmerkingum, enda sjálfsagður réttur neytenda að vörur séu verðmerktar, skýrt og greinilega og að verðið
Við viljum hvetja neytendur til að halda áfram að senda inn ábendingar, það er ómetanleg aðstoð við eftirlitsstarf okkar.
Hægt er að koma ábendingum á framfæri við Neytendastofu í gegnum veffangið www.rafraen.neytendastofa.is en þar er bæði hægt að koma með nafnlausar ábendingar og að skrifa undir eigin nafni.