Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

04.03.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 276 bifreiðar af gerðinni Lexus RX300, RX350, RX400h vegna teppahlífar við inngjafarfetil sem getur losnað og bögglast með þeim hugsanlegu afleiðingum að fetillinn fer ekki eðlilega í toppstöðu þegar honum er sleppt. 

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf eða haft samband við þá símleiðis.

 

TIL BAKA