Fara yfir á efnisvæði

Daðason & Biering bönnuð notkun heitisins Ísbú og lénsins isbu.is

01.02.2012

Ísbú Alþjóðaviðskipti leitaði til Neytendastofu með kvörtun vegna notkunar Daðason & Biering á vörumerkinu ÍsBú og léninu isbu.is til að auðkenna fyrirtækið.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Daðason & Biering á heitinu og léninu gæti leitt til þess að villst yrði á þeim og vörumerki Ísbú Alþjóðaviðskipta. Taldi Neytendastofa að Daðason & Biering hefði mátt vera ljóst að skráning og notkun á léninu og heitinu gæti valdið ruglingi við fyrirtæki kvartanda enda hafa báðir aðilar málsins hafa með höndum smásöluverslun sem Neytendastofa taldi að mörgu leyti beinast að bændum.

Daðason & Biering var því bannað að auðkenna fyrirtæki sitt með heitinu Ísbú eða nota lénið isbu.is. 

Ákvörðunina má lesa í heild hér.

TIL BAKA