Heitið Parktetslíparinn og lénið parketsliparinn.is
Parketslíparinn ehf. kvartaði yfir notkun Jörgengs Más Guðnasonar á heitinu Parketslíparinn og léninu parketsliparinn.is. Í kvörtuninni kemur fram að aðilar séu á sama markaði og ruglingur hafi átt sér stað á milli fyrirtækjanna.
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að orðið parketslípari væri almennt og lýsandi fyrir þjónustu beggja aðila og geti Parketslíparinn ehf. því ekki notið einkaréttar á orðinu. Þrátt fyrir að um almennt orð væri að ræða taldi stofnunin að notkun Jörgens á heitinu á fyrirtæki sitt bryti gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu þar sem um algjöra líkingu er að ræða og Jörgen Már hafi ekki rétt til heitisins. Honum var þó heimilað að nota lénið parketsliparinn.is væri það gert án þess að valda ruglingi við kvartanda.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.