IKEA innkallar barnarúm
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á KRITTER eða SNIGLAR barnarúmum vegna slysahættu.
Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir um að skoða dagsetningarstimpilinn á miðanum sem festur er annað hvort á rúmgaflinn eða undir rúmið. Innköllunin nær aðeins til KRITTER barnarúma með dagsetningarstimpli frá 1114 til 1322 (áávv) og SNIGLAR barnarúma með dagsetningarstimpli frá 1114 til 1318.
IKEA hafa borist sjö tilkynningar á heimsvísu um að málmstöngin sem tengir öryggisgrindina við rúmið hafi brotnað. Brotin stöng getur valdið slysahættu en enn hafa engar tilkynningar borist um slys.
Viðskiptavinir sem eiga rúm sem innköllunin nær til eru beðnir að hafa samband við þjónustuver í síma 520 2500 til að fá frítt viðgerðarsett.