Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á fleiri leikföngum frá Mattel

05.09.2007

Leikfangaframleiðandinn Mattel innkallar fleiri gerðir leikfanga vegna of hás blýinnihalds.

Í framhaldi af innköllunum í síðasta mánuði og eftir frekari rannsóknir á eigin framleiðslu hefur Mattel ákveðið að innkalla alls 11 gerðir leikfanga frá fyrirtækinu vegna þess að þau innihalda of mikið magn blýs sem getur haft neikvæð áhrif á heilsu í of miklu magni.
Innköllunin nær til leikfanga af tilteknum gerðum sem framleidd voru frá október 2006 til ágúst 2007.

Skv. upplýsingum frá Mattel hafa einungis 10 eintök af einni tiltekinni gerð leikfangs sem þessi innköllun nær til verið seld til Íslands beint. Um er að ræða fylgihlut fyrir “Barbie”, nánar tiltekið handtösku með framleiðslunúmerinu K8613 sem seld var með setti af fylgihlutum, “Barbie Living Room Playset” sem ber framleiðslunúmerið K8610. Þó þetta tiltekna leikfang (sett) sé það eina sem þessi innköllun nær til og Mattel hefur selt beint til Íslands geta aðrar gerðir auðvitað hafa borist hingað til lands eftir öðrum leiðum, t.d. með ferðafólki, og því rétt að skoða gaumgæfilega allar gerðir sem innköllunin nær til.
Sjá nánar hér.

Sjá hér á vef Mattel um innkallanir sem beinast að Íslandi og Danmörku sérstaklega.

Sjá einnig á vef Neytendastofu vegna fyrri innkallana Mattel.

Á vef Mattel má finna upplýsingar um öll leikföng sem innkölluð hafa verið á vegum fyrirtækisins. Þó stór hluti þessara leikfanga hafi ekki verið seldur beint til Íslands af fyrirtækinu gætu þau engu að síður hafa borist til landsins.
Sjá nánar hér 

Neytendastofa hvetur foreldra og forráðamenn til að fjarlægja þegar í stað þau leikföng sem hætta getur mögulega stafað af.

TIL BAKA