Neytendastofa hlýtur faggildingu bresku faggildingarstofunnar
04.05.2007
Neytendastofa hefur hlotið faggildingu frá bresku faggildingarstofunni (UKAS) um alþjóðlega hæfni hennar til þess að kvarða ýmis mælitæki fyrir viðskiptavini kvörðunarþjónustu Neytendastofu.
Framangreind faggilding á kvörðunarþjónustu Neytendastofu er gerð eftir staðlinum ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunarstofur sem er einnig í samræmi við ÍST EN 9001:2000 um gæðastjórnunarkerfi.
Neytendastofa fagnar því að nú er í fyrsta sinn unnt að veita alþjóðlega viðurkenndar kvarðanir á mælitækjum hér á landi. Alþjóðleg viðskipti gera í síauknum mæli ráð fyrir að aðferðum gæðastjórnunar sé beitt jafnt hjá framleiðendum sem og rannsóknastofum sem starfa í þágu atvinnulífsins.
Sjá all fréttinina hér