Fara yfir á efnisvæði

Löggiltur mælikvarði á Þingvallarkirkju

23.11.2012

Þann 1. desember n.k. eru liðin 95 ár frá því að lög um fyrstu löggildingarstofu tóku gildi og 5 ár frá því að Neytendastofa í samvinnu við SVÞ, Þingvallanefnd og Landsbanka Íslands komu fyrir upplýsingaskilti við Þingvallarkirkju um lengdarmælingar. Einnig er til sýnis álnastika en samkvæmt Grágás var tíföld lengd hennar merkt á kirkjuvegg Þingvallarkirkju.

Enn þann dag í dag eru rétt mál forsenda ásættanlegrar verslunar. Þegar við kaupum hangikjöt fyrir jólin viljum við vera viss um að uppgefin þyngd sé rétt og að við séum að greiða rétt verð miðað við þyngd.  Á miðöldum voru viðurlögin við rangri mælingu þriggja ára útlegð.  Í dag er enn tekið hart á þessum málum þó svo að fólk sé ekki dæmt í útlegð en það er t.d. beitt fjársektum, sett sölubönn eða varan innkölluð.

Rétt mál og vog er forsenda ásættanlegrar verslunar sem síðan er undirstaða menningar og þroska þjóða. Því er þýðing stikulaganna og tilvitnaðra löggildingarlaga áréttuð af samtökum verslunarinnar og þeirri stjórnsýslustofnun sem löggilding heyrir undir með upplýsingaskilti og stiku við Þingvallakirkju.

TIL BAKA