Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Elísabetar ólögmætar

08.12.2009

Neytendastofa hefur bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga.
Tryggingarfélagið Elísabet sem rekin er af Tryggingarmiðstöðinni lagði ekki fram fullnægjandi gögn því til stuðnings að tryggingar Elísabetar væru 30% ódýrari en tryggingar allra keppinauta. Auk þess voru ekki lagt fram gögn því til stuðnings að heimilistryggingar væru ódýrari hjá Elísabetu. Þá taldi Neytendastofa fasteignatryggingarnar sem bornar voru saman ekki samanburðarhæfar þar sem tryggingar keppinautarins voru víðtækari en tryggingar Elísabetar, án þess að greint væri frá því.

Neytendastofa taldi fullyrðingu Elísabetar því ekki í samræmi við þann samanburð sem gerður var og því hafi félagið ekki fært fullnægjandi sönnur á hana.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA