Fara yfir á efnisvæði

Hekla ehf. innkallað Mitsubishi bifreiðar

22.06.2011

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla ehf. um að innkallaðar hafi verið 38 bifreiðar. Um er að ræða bifreiðar af gerðinni  Mitsubishi "Outlander" (CW0W) árgerð 2007-2008. Farþegar í bifreiðunum geta orðið varir við lykt, líkt og af bráðnu plasti í farþegarými. Orsök þess er að salt og bleyta, sem mögulega berst inn í bílinn með skóm ökumanns eða farþega, getur borist í raftengi sem eru undir framsætum með þeirri afleiðingu að skammhlaup verður í tengi og það ofhitnað. 

Umboðið mun hafa samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

 

TIL BAKA