BA tilkynningakerfi fyrirtækja, yfirlit fyrir árið 2009
Til þess að auðvelda framleiðendum, innflytjendum og söluaðilum að tilkynna um hættulega vöru á markaði hefur Evrópusambandið sett upp tilkynningarkerfi fyrir fyrirtæki sem nefnist BA-kerfið (e.Business Application). Þar geta fyrirtækin beint og milliliðalaust tilkynnt öllum stjórnvöldum á EES svæðinu um afturköllun vöru. Fyrirtæki tilgreina m.a. hver hættan er og þær aðgerðir sem framkvæmdar verða. Markaðseftirlitsstjórnvöld í þeim löndum sem varan er til sölu í grípa til nauðsynlegra aðgerða. Gagnagrunnur með tilkynningunum er aðgengilegur öllum systurstjórnvöldum Neytendastofu á EES-svæðinu sem fara með markaðseftirlit á vörum.
Í ársskýrslu BA-kerfisins fyrir árið 2009 kemur fram að fyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota kerfið til að senda tilkynningar um hættulegar vörur samtímis til allra stjórnvald á EES svæðinu. Frá 4. maí 2009 er kerfið var opnað komu inn og voru samþykktar alls 44 tilkynningar. Af þeim voru 11 tegundir af vörum og alls 30 lönd sem móttóku tilkynningar, þ.á.m. Ísland. Þau ríki sem móttóku flestar tilkynningar voru Bretland, Ítalía og Þýskaland. Þá voru rafföng í miklum meiri hluta þeirra vara sem tilkynnt var um og þar á eftir leikföng, hjól og barnavörur.
Fyrstu tvo mánuði ársins 2010 hafa verið sendar inn í kerfið 15 tilkynningar og þeim komið á framfæri til stjórnvalda í alls 28 löndum þar sem vörurnar eru markaðssettar. Það er því augljóst að BA-kerfið vinnur hægt og örugglega á um leið og fyrirtækjum verður tamara að nota það.
Neytendastofu vill hvetja framleiðendur og ábyrgðaraðila sem markaðssetja vöru hér á landi að kynni sér BA-kerfið og hvernig að þeir geti notað kerfið til að innkalla vöru sem þeir hafa sett á markað og af einhverjum ástæðum þeir telja vera hættulegar og geti stofnað heilsu neytenda í hættu. Á heimasíðu Neytendastofu undir Öryggissviði má finna BA tilkynningarformið rafrænt sjá hér. Þar er einnig að finna leiðbeiningar sem ætlað er til að auðvelda framleiðendum og ábyrgðaraðilum að tilkynna um hættulegar vörur og um leið að uppfylla skyldur sínar gagnvart lögum nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.