Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á stuttermabolum frá Lindex

19.10.2010

Fréttamynd

Af öryggisástæðum vill Neytendastofa vekja athygli á innköllun á barnastuttermabolum með mynd af Hello Kitty og vélmenni frá sænska fyrirtækinu Lindex.  Áprentun bolana hefur of hátt hlutfall kemískra efna eða þalatana DEHP (dietylhexylftalat), DINP (diisononylftalat) ogDIDP (diisodecylftalat) sem ekki er leyfilegt í leikföngum eða barnavörum.

Viðkomandi vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi svo vitað sé. 

Neytendastofa hvetur neytendur til að afla frekari upplýsinga á heimasíðu Lindex.

TIL BAKA