Skilmálar við kaup lesbóka á lestu.is
01.08.2013
Árið 2012 tók Neytendastofa þátt í sameiginlegri athugun evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar á sölu á rafrænum vörum og gerði af því tilefni könnun á íslenskum vefsíðum sem selja tónlist, bækur og myndbönd rafrænt í gegnum netið.
Lestu ehf. braut á ákvæðum laga sem Neytendastofu er falið eftirlit með. Á vefsíðuna lestu.is vantar fullnægjandi upplýsingar upplýsingar um þjónustuveitanda vefsíðunnar og leiðbeiningar um hvert neytendur eigi að beina kvörtunum vegna vandamála við kaup á rafrænni þjónustu. Auk þess sem vantaði upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi. Lestu er gert að koma áðurnefndum upplýsingum í rétt horf miðað við gildandi lög.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.