Fara yfir á efnisvæði

Firmanöfnin Raflausnir rafverktakar og Íslenskar raflausnir

06.07.2012

Íslenskar raflausnir ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna firmanafns fyrirtækisins Raflausnir rafverktakar ehf. Taldi Íslenskar raflausnir að hætta væri á ruglingi milli fyrirtækjanna þar sem bæði starfi sem rafverktakar.

Í niðurstöðum ákvörðunarinnar er um það fjallað að þrátt fyrir að fyrirtækin séu keppinautar þá telji Neytendastofa ekki ruglingshættu með firmanöfnum þeirra. Ljóst sé að notkun á orðinu lausnir sé algeng í samsettum fyrirtækjaheitum hér á landi auk þess sem heitið raflausnir gefi til kynna að að fyrirtækin starfi við úrlausnarefni tengd rafmagni. Neytendastofa taldi heitið raflausnir vera almennt og þegar nöfn fyrirtækjanna væru virt heildstætt væru þau nógu frábrugðin hvort öðru til að valda ekki ruglingi.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna Raflausnum rafverktökum notkun á firmanafni sínu. 

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

 

TIL BAKA