Fara yfir á efnisvæði

Einhugur um afstöðu til neytendatilskipunnar Evrópusambandsins

02.07.2010

Nýverið sendi borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs frá sér tillögur um neytendatilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin á að samræma löggjöf ESB varðandi réttindi neytenda með þeim hætti að algjört samræmi sé milli landa um réttindi þeirra. Tilskipunin mun samræma og koma í stað eldri tilskipanna þegar hafa verið innleiddar í íslenskan rétt með neytendakaupalögum nr. 48/2003, samningalögum nr. 7/1936 og lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000.

Að mati nefndarinnar er hætta á því að gengið verði á réttindi neytenda nái tilskipunin fram að ganga óbreytt, enda sé neytendavernd á Norðurlöndum mun meiri en í mörgum ríkjum EES. Því sé mikilvægt að ekki sé slakað á kröfum til þeirrar verndar og að norræn neytendastefna verði ekki veikt með allsherjar samræmingu.

Norræn stjórnvöld hafa þá afstöðu að ESB eigi að lágmarka kröfur um samræmda löggjöf og að hvert þjóðland eigi að hafa svigrúm til að gera strangari kröfur til neytendaverndar. 

Evrópuþingið mun fjalla um neytendatilskipunina í haust. Eftir það fer tillagan til umfjöllunar í ráðherraráði ESB.

Sjá hér frétt um fundin á vef Norðurlandaráðs.

Sjá hér nánar um neytendatilskipunina á vef ESB.

TIL BAKA