BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Qashgai J10 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 1. desember 2006 til 15. maí 2012 og X-Trail T31 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 29. nóvember 2006 til 11. október 2011. Ástæða innköllunar er sú að á slæmum vegum getur reim CVT-skiptingar snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og/eða grip missi í drifhjólum. Ef ökutæki er ekið áfram í þessu ástandi getur sú staða komið upp að bilannaljós (MIL) komi upp með tilheyrandi óþægindum. Þessi innköllun á aðeins við varðandi uppfærslu á stjórnboxi. Ekki er um mekaníska bilun inní skiptingu. Ekki hefur orðið vart við slys af þessum völdum.
Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.