Etanól arineldstæði
Síðustu ár hafa etanól arineldstæði notið vaxandi vinsælda í Evrópu. Evrópusambandið gerði rannsókn á öryggi þessarar tegundar arineldstæða og um leið hversu algeng notkun þeirra væri. Etanól arineldstæði eru hentug og ódýrari en aðrar gerðir arineldstæða. Það þarf ekki skorstein, þau má setja upp hvar sem er og auðvelt er að flytja þau milli staða. Þau eru hreinleg, lyktarlaus og mynda hvorki reyk né sót. Rannsókn ESB hefur leitt í ljós að neytendur þurfa að gæta betur að öryggismálum við notkun arineldstæðanna.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
• Hætta á bruna, þar sem algengt getur verið að eldsneyti leki eða hellist niður, en einnig geta eldstæðin hitnað mikið og mögulegt er að skrúfur eða festingar losni af veggjum.
• Hætta á bruna á fólki ef óvænt kviknar aftur í eldstæðinu og einhver kemur við heita hlutann eða eldstæðið losnar af veggnum.
• Hætta á eitrun vegna koltvísýrings sem myndast við brunann. Þess vegna er nauðsynlegt að tryggja súrefnisflæði við notkun eldstæðisins.
Sjá í fréttablaði Neytendastofu hér.