Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar FÖRSTÅ pressukönnu fyrir kaffi/te

03.03.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á FÖRSTÅ pressukönnu fyrir kaffi/te vinsamlegast um að hætta strax að nota vöruna og skila henni aftur til IKEA og við endurgreiðum hana að fullu.

Málmhaldarinn veldur þrýstingi á glerkönnuna sem getur orðið til þess að glerið brotnar óvænt og hætta skapast á bruna og brunasárum.

IKEA um allan heim hefur fengið alls 20 tilkynningar um könnur sem hafa brotnað, þar með talið 12 tilkynningar um bruna vegna þess að kaffi/te hefur hellst niður og eina tilkynningu um brunasár.

FÖRSTÅ pressukanna fyrir kaffi/te í tveimur stærðum, 0,4l og 1l var seld í IKEA verslunum um allan heim frá febrúar til desember 2010.

IKEA mælir með því að allir viðskiptavinir skili FÖRSTÅ pressukönnu fyrir kaffi/te og fái hana að fullu endurgreidda.
 
Nánari upplýsingar má fá hjá IKEA í síma 520-2500.

TIL BAKA