NSH Sendibílastöð bannað að nota "Sendibílastöð Hafnarfjarðar" í firmaheiti sínu
05.06.2009
Neytendastofa hefur bannað NSH Sendibílastöð að nota „Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ í firmaheiti sínu. Neytendastofa taldi notkun á heitinu „NSH Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ og „Nýja Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ of líka firmaheiti Sendibílastöðvar Hafnarfjarðar sem rekin hefur verið undir því nafni frá árinu 1989. Að mati Neytendastofu veldur notkun NSH á „Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ miklum ruglingi á fyrirtækjunum og brýtur gegn rétti Sendibílastöðvar Hafnarfjarðar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.