Fara yfir á efnisvæði

Stoðtækjafræðingi ehf. bönnuð notkun á léni og slagorði

15.06.2010

Neytendastofu barst kvörtun frá Stoð ehf. vegna notkunar Stoðtækjafræðings ehf. á lénunum stodt.is og stoð.is og notkun á slagorðinu „Ég styð við þig“. Stoð taldi lénin valda ruglingshættu við lén þeirra, stod.is, og taldi slagorðið eftirgerð á slagorði Stoðar „Við styðjum þig“.

Neytendastofa taldi lénið stodt.is almennt og tengjast nafni Stoðtækjafræðings og því var það ekki bannað. Lénið stoð.is taldi stofnunin hins vegar vera hið sama og lén Stoðar, nema notast væri við íslenskt „ð“ sem ekki var hægt á þeim tíma sem Stoð skráði lén sitt stod.is. Þá taldi stofnunin slagorðin svo lík að ljóst væri slagorð Stoðtækjafræðings væri eftirgerð á slagorði Stoðar.

Stoðtækjafræðingi var því bönnuð notkun lénsins stoð.is og slagorðsins „Ég styð við þig“.

Sjá ákvörðun nr. 31/2010

TIL BAKA