Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á segulleikföngum frá Mega Brands.

27.03.2008

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun fyrirtækisins Mega Brands á leikföngum sem innihalda litla segla sem geta losnað:

Leikföngin eru innkölluð vegna þess að í þeim eru litlir seglar sem geta losnað og valdið hættu séu þeir gleyptir eða þeim stungið í nef eða eyru. Leikföngin sem innkölluð eru hafa verið í sölu frá byrjun árs 2005.

Skv. upplýsingum frá Mega Brands hafa segulleikföng af ýmsum gerðum sem kallast „Magtastik“ og „Magnetix Jr. Pre-School Magnetic Toys“ verið seld til Íslands beint, auk þess sem þau geta hafa borist eftir öðrum leiðum.
Sjá í mynd hér og innköllun bandarísku vöruöryggisstofnunarinnar, CPSC

Mega Brands hefur einnig innkallað fleiri gerðir segulleikfanga sem kallast „Magnetix“ og „Magnaman“ en skv. upplýsingum fyrirtækisins hafa þessar gerðir ekki verið seldar beint til Íslands, þau gætu þó engu að síður hafa borist eftir öðrum leiðum.
Sjá nánar á vef Mega Brands

Neytendastofa hvetur foreldra og forráðamenn til að fjarlægja þegar í stað þau leikföng sem hætta getur mögulega stafað af og skila til viðkomandi söluaðila, eftir því sem við á.

TIL BAKA